RUT OG SILJA Rut

Við hjá Ljósmyndum Rutar leggjum mikla áherslu á persónulega en jafnframt faglega þjónustu. Við leggjum metnað okkar í að taka vel á móti viðskiptavinum okkar og búa til gott og afslappað andrúmsloft.

RUT hefur starfrækt eigin ljósmyndastofu, Ljósmyndir Rutar, frá árinu 1988. Barna- og fjölskylduljósmyndun hefur verið stór hluti af störfum hennar og í portretljósmyndun hefur kjörorð Rutar alltaf verið að ná sambandi við þá sem sitja fyrir.

Rut lærði ljósmyndun í Iowa, Bandaríkjunum við Hawkeye Institute of Technology á árunum 1978 til 1979, Hún stundaði nám hjá Sigurgeiri Sigurjónssyni ljósmyndara og öðlaðist meistararéttindi árið 1986. Rut er félagi í Ljósmyndarafélagi Íslands og hefur starfað þar í stjórn og prófnefnd.

SILJA RUT hóf nám í ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík 2006, tók starfsnámið hjá Rut, lauk sveinsprófi 2009 og í kjölfarið meistarprófi árið 2012. Silja situr í stjórn Ljósmyndarafélags Íslands, sveinsprófsnefnd og nemaleyfisnefnd.

Silja Rut hefur alltaf haft áhuga á fólki og að skapa og í vinnu sinni á stofunni fær hún útrás fyrir bæði. Þess utan hefur hún mjög gaman að því að ganga á fjöll og tekur þá gjarnan myndavélina með sér.

 

Silja og Rut

Silja og Rut