SKILMÁLAR

 

Ljósmyndir Rutar leggja mikla áherslu á persónulega og faglega þjónustu og við reynum eftir bestu getu að aðlaga okkur að og mæta þörfum viðskiptavina okkar.

Hafi myndir glatast geta viðskiptavinir leitað til okkar. Við geymum frumrit mynda. Hægt er að láta gera nýjar myndir eftir þeim.

Óski viðskiptavinur eftir að fá afhentar útprentanir (stækkanir) á myndum eru þær unnar og prentaðar út hjá Ljósmyndum Rutar og Silju. Til að tryggja betri endingu á myndum eru allar stækkanir á myndum framkallaðar á hágæða ljósmyndapappír, upplímdar á sýrufrítt karton og með yfirkartoni.

Passamyndir er hægt að fá afhentar á stafrænu formi og er þá greitt sérstaklega fyrir það. Myndir aðrar en passamyndir eru ekki afhentar á stafrænu formi nema í netupplausn ( 13x18 cm í 150dpi / 150-200kb) sem er ekki upplausn í prentanlegum gæðum.

Með vísan til höfundalaga nr. 73/1972:

“Óheimilt er að gera eftirmyndir af ljósmyndum nema með leyfi viðkomandi ljósmyndara. Viðskiptavinir þurfa því að snúa sér til ljósmyndarans sem tók frummyndina, eða rétthafa myndasafnsins. Athygli er vakin á því, að samkvæmt höfundalögum er réttur ljósmyndarans til notkunar á andlitsmynd háð samþykki þess sem lét taka myndina, eða erfingja að honum látnum”.

Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér kostnað við myndatökur og eftirvinnslu og stækkanir á myndum áður en pöntun er gerð.