harpa_passamynd.jpg

PASSAMYNDIR

Vantar þig passamynd, komdu við hjá okkur þegar þér hentar, það er opið alla virka daga á milli 10.00-17:00 eða bjallaðu og pantaðu tíma. 

Ökuskírteini og/eða bankakort. Ódýrasti og fljótlegasti pakkinn. Við tökum nokkrar myndir og þú velur þér eina sem við vinnum og prentum út í sex eintökum. Þetta tekur aðeins nokkrar mínútur og þú getur hinkrað á meðan. Myndin sem þú velur eigum við svo alltaf í gagnabanka, þar sem þú getur sótt í hana hjá okkur aftur og aftur. Myndatakan og útprentin kostar 6.200 kr. Ef þú vilt fá myndina senda í tölvupósti, sendum við þér hana í góðri upplausn, unna bæði í lit og svarthvítu. Þá greiðir þú 8.500 kr. fyrir myndatökuna, vinnsluna og sendinguna á myndinni en 2.600 kr. fyrir útprentin.   

Íslenska vegabréfið. Myndatökum fyrir íslenska vegabréfið lúta ákveðnum reglum. Myndina þarf að senda beint frá ljósmyndara til viðkomandi sýslumanns á stafrænu formi. Umsækjandi vegabréfsins þarf að snúa beint fram og má ekki brosa svo sjáist í tennur. Á þeirri skrifstofu sýslumanns sem sækja á um vegabréf eru teknar myndir af viðkomandi fyrir kerfið hjá þeim en myndin sem við tökum fer í vegabréfið sjálft. Þetta kostar 4.900 kr. Engin útprentun er innifalin.

Erlend vegabréf eða vegabréfsáritanir. Mjög misjafnar kröfur eru gerðar til ljósmynda fyrir erlend vegabréf og vegabréfsáritanir. Við leggjum metnað okkar í að fylgast vel með og safna saman þeim upplýsingum sem eiga við hverju sinni. Engu að síður getur verið gott fyrir þig að kynna þér þær reglur sem eiga við þig og ferðalög þín. Í langflestum tilfellum þarf viðkomandi að snúa beint fram á hvítum bakgrunni og má ekki brosa svo sjálst í tennur.
Ein stafræna mynd kostar hún 4.900 kr. Útprentun á myndum í réttri stærð kostar 5.600 kr. Bæði stafræn mynd og útprentun kostar 7.500 kr. 

Stafræn passamyndataka. Viltu eiga góðar myndir af þér sem þú getur gripið í fyrir ýmist tækifæri, t.d. í ferilskrá, sem prófílmynd á samskiptavefina eða bara til að eiga. Bjallaðu í okkur og pantaðu tíma eða komdu við þegar þér hentar og við smellum af þér. Þú velur myndirnar, við vinnum þær og sendum þér samdægurs. Við geymum allar valdar myndir, svo ef þig vantar útprent eða fá þær sendar aftur, reddum við því. Myndatakan og ein stafræn mynd kostar 8.500 kr.

Starfsmannamyndir. Vantar fyrirtækinu þínu myndir af starfsfólkinu sínu? Hafðu samband og við gerum ykkur tilboð. Þið eruð velkomin til okkar í stúdíóið eða við komum til ykkar.